Íslendingarnir fengu mínútur í Sambandsdeildinni

Ísak Bergmann fékk dýrmætar mínútur í Sambandsdeildinni í kvöld.
Ísak Bergmann fékk dýrmætar mínútur í Sambandsdeildinni í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Köbenhavn vann góðan sigur gegn Slovan Bratislava í F-riðli Sambandsdeildar UEFA í Serbíu í kvöld.

Leiknum lauk með 3:1-sigri Köbenhavn en Jonas Wind skoraði tvívegis fyrir danska liðið og Jens Stage eitt mark.

Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á sem varamaður hjá Köbenhavn á 79. mínútu og Andri Fannar Baldursson kom inn á á 86. mínútu.

Hákon Arnar Haraldsson var hins vegar ónotaður varamaður hjá Kaupmannahafnarliðinu.

Þá var Sverrir Ingi Ingason fjarri góðu gamni þegar PAOK vann 2:0-sigur gegn Lincoln Red Imps á Gíbraltar í hinum leik riðilsins en Sverrir er að jafna sig eftir meiðsli.

Íslendingaliðin Köbenhavn og PAOK eru því bæði með 3 stig eftir fyrstu umferðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert