Reynsluboltinn skoraði fimm mörk í stórsigri

Carli Lloyd fagnar einu af fimm mörkum sínum í nótt.
Carli Lloyd fagnar einu af fimm mörkum sínum í nótt. AFP

Hin þaulreynda bandaríska knattspyrnukona Carli Llloyd gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk þegar Bandaríkin unnu gífurlega auðveldan 9:0 stórsigur í vináttuleik gegn Paragvæ í nótt.

Lloyd hefur tilkynnt að hún muni hætta knattspyrnuiðkun í lok keppnistímabilsins í Bandaríkjunum, þar sem hún spilar með NY/NJ Gotham, og var því að spila einn af sínum allra síðustu landsleikjum.

Hún var í góðu stuði og var komin með fernu í fyrri hálfleik, en staðan í leikhléi var 6:0.

Lloyd bætti við einu marki til viðbótar. Hin mörkin skoruðu Andi Sullivan, tvö talsins, ásamt Lynn Williams og Tobin Heath, sem skoruðu sitt hvort markið.

Lloyd hefur nú skorað 133 mörk í 313 landsleikjum á mögnuðum ferli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert