Bauðst að taka við íslenska landsliðinu

Åge Hareide fékk atvinnutilboð frá KSÍ.
Åge Hareide fékk atvinnutilboð frá KSÍ. AFP

Norðmanninum Åge Hareide bauðst að taka við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Hareide greinir frá í viðtali við Aftenposten.

Hareide fékk boðið eftir að Svíinn Erik Hamrén lét af störfum í nóvember á síðasta ári. Að lokum var Arnar Þór Viðarsson ráðinn í starfið, sem hann gegnir enn.

Hareide var áður landsliðsþjálfari Dana og Norðmanna en stýrir nú norska liðinu Rosenborg. Hann var nýkominn til Rosenborg þegar tilboðið frá Knattspyrnusambandi Íslands barst.

„Það kom aldrei til greina að svíkja samkomulagið við Rosenborg,“ sagði Hareide m.a. við Aftenposten.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert