Nýjasta kennileiti höfuðborgarinnar

Lionel Messi og Neymar þakka fyrir sig.
Lionel Messi og Neymar þakka fyrir sig. AFP

Á árbakka Seine-árinnar í París, steinsnar frá Louvre-safninu, er að finna Samaritaine-stórverslunina. Síðast þegar byggingin var gerð upp kostaði það 750 milljónir evra. Innréttingin er úr viði og það er sérstakt VIP-svæði til staðar. Úrvalið samanstendur af Dior, Gucci, Prada og Louis Vuitton. Skór kosta 1.000 evrur. Hægt er að láta persónugera kampavínsflöskur og ilmvatnsglös sem eru til sýnis á bak við gler má kaupa fyrir sex stafa tölu. Lúxusvörubransinn heldur áfram að vaxa, meira að segja í faraldrinum.

Samaritaine-verslunin lokkar fólk að. Fólk labbar í gegnum hana og dáist að því sem er til sýnist líkt og í tilfelli Mónu Lísu í Louvre-safninu. Fólk vill sjá verslunina líkt og það vill sjá Eiffel-turninn og Notre Dame-dómkirkjuna. Maður dáist að þessu. Eigandinn Bernard Arnault, sem er ríkasti maður Evrópu, hefur sankað að sér öllum eftirsóknarverðustu vörumerkjunum í ævintýrakastala sinn.

Samaritaine-versluninni svipar til knattspyrnuliði Parísar Saint-Germain. Það kemur til vegna þess að verðmætustu fótboltamenn heims eru þar undir einu þaki. Í markinu stendur hinn ítalski Gianluigi Donnarumma, sem var valinn besti leikmaður keppninnar eftir að hafa unnið úrslitaleik Evrópumótsins. Nýr leikmaður í vörninni er Sergio Ramos, fyrirliði Real Madríd og andlit út á við síðastliðinn rúman áratug. Evrópumeistarinn Marco Verratti, hjarta ítölsku miðjunnar, stýrir leiknum.

Sóknarlínuna þekkir svo hvert barn í Tókýó, Delhí, Cape Town, Lundúnum og Ríó. Neymar og Kylian Mbappé eru ekki aðeins hæfileikaríkustu sóknarmenn heimsins, heldur einnig þeir dýrustu. Samanlagt voru þeir keyptir á yfir 400 milljónir evra. Nú klæðist Lionel Messi einnig treyju PSG, sex sinnum handhafi Gullknattarins og fyrrverandi táknmynd Barcelona.

Pistilinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Pistlar frá Philipp Lahm

Philipp Lahm var fyrirliði þýska landsliðsins í knattspyrnu þegar það varð heimsmeistari árið 2014 og lék með Bayern München í fimmtán ár. Hann er mótsstjóri Evrópumóts karla sem fram fer í Þýskalandi árið 2024. Pistlar hans, „Mitt sjónarhorn“, birtast reglulega í Morgunblaðinu og/eða mbl.is. Þeir eru skrifaðir í samvinnu við Oliver Fritsch, íþróttaritstjóra þýska netmiðilsins Zeit Online, og birtast í fjölmiðlum nokkurra Evrópulanda. Í sjöunda pistli sínum í dag fjallar Lahm um knattspyrnulið París Saint-German í Frakklandi, stærstu stjörnur félagsins og markmiðin í stærstu félagsliðakeppni heims, Meistaradeild Evrópu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert