Icardi hetja PSG í dramatískum sigri

Mauro Icardi fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Mauro Icardi fagnar sigurmarki sínu í kvöld. AFP

Mauro Icardi kom inn á sem varamaður og skoraði dramatískt sigurmark í uppbótartíma þegar París Saint-Germain vann 2:1 sigur gegn Lyon í æsispennandi leik í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Eftir markalausan fyrri hálfleik Lucas Paqueta gestunum í Lyon á bragðið á 54. mínútu eftir undirbúning Karl Toko Ekambi.

Neymar jafnaði metin úr vítaspyrnu á 66. mínútu sem hann krækti sjálfur í eftir að Malo Gusto felldi hann innan vítateigs.

Þá var komið að Icardi. Hann kom inn á fyrir landa sinn Ángel di María á 82. mínútu og skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu uppbótartíma venjulegs leiktíma eftir sendingu Kylian Mbappé og sá þannig til þess að PSG tók öll þrjú stigin.

Þar með er Parísarliðið áfram með fullt hús stiga á toppi frönsku deildarinnar, 18 eftir sex leiki. Marseille er í öðru sæti með 13 stig en er aðeins með fimm leiki skráða sem spilaða.

Enn á nefnilega eftir að ákveða endanleg úrslit Marseille og Nice í 3. umferð, sem var flautaður af vegna óláta.

mbl.is