Leikmaður Bayern í hjartaaðgerð

Kingsley Coman í leik með franska landsliðinu.
Kingsley Coman í leik með franska landsliðinu. AFP

Kingsley Coman, leikmaður Bayern München, leikur ekki fótbolta næstu tvær vikurnar eftir að hann gekkst undir minniháttar hjartaaðgerð.

Franski landsliðsmaðurinn fann fyrir óvenjulegum hjartslætti og þurfti því að gangast undir aðgerðina.

„Hjartslátturinn hans var óreglulegur og því þurfti hann minniháttar aðgerð. Honum líður ágætlega en þarf tvær vikur til að ná sér,“ sagði Julian Nagelsmann, knattspyrnustjóri Bayern, eftir 7:0-sigur liðsins á Bochum í þýsku 1. deildinni í gær.

mbl.is