Rötuðu í ógöngur eftir mark Alberts

Albert Guðmundsson í leik Íslands og Englands á síðasta ári.
Albert Guðmundsson í leik Íslands og Englands á síðasta ári. AFP

Albert Guðmundsson kom AZ Alkmaar yfir gegn Heracles í hollensku efstu deildinni í knattspyrnu en varð þó að lokum að þola grátlegt 3:2-tap.

Íslenski landsliðsmaðurinn kom gestunum í forystu á 19. mínútu en rétt fyrir hálfleik fékk samherji hans Jordy Clasie beint rautt spjald. Heimamenn nýttu liðsmuninn strax og jöfnuðu metin fyrir hlé. Þeir skoruðu svo aftur 72. mínútu áður en Albert var tekinn af velli á 86. mínútu. Gestirnir virtust svo ætla næla í ólíklegt stig er þeir jöfnuðu metin á 89. mínútu áður en heimamenn skoruðu sigurmark í uppbótartíma.

AZ hefur farið illa af stað í hollensku deildinni, liðið er í 17. og næstneðsta sæti eftir fjóra leiki með þrjú stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert