Barcelona missteig sig á heimavelli

Ronald Araujo fagnar jöfnunarmarki sínu.
Ronald Araujo fagnar jöfnunarmarki sínu. AFP

Barcelona náði aðeins að gera 1:1 jafntefli gegn Granada í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu karla í kvöld. Granada leiddi nánast allan leikinn en jöfnunarmak Börsunga kom á 90. mínútu.

Domingos Duarte kom gestunum í Granada yfir strax á annarri mínútu.

Allt stefndi í frækinn útisigur á Nývangi en úrúgvæski miðvörðurinn Ronald Araujo jafnaði metin á ögurstundu með skalla eftir fyrirgjöf Pablo Gavira.

Fleiri urðu mörkin ekki og er Barcelona nú í 7. sæti deildarinnar með 8 stig eftir fjóra leiki, en liðið hefur þó leikið einum leik færri en flest önnur lið.

mbl.is