Stærsta upplifun ferilsins

Elías Rafn Ólafsson hefur slegið í gegn með Midtjylland í …
Elías Rafn Ólafsson hefur slegið í gegn með Midtjylland í upphafi tímabils. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Elías Rafn Ólafsson var valinn maður leiksins þegar lið hans Midtjylland vann 1:0-sigur gegn Köbenhavn í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Parken í Kaupmannahöfn í gær.

Leikmenn Midtjylland léku einum manni færri frá 26. mínútu en Elías Rafn hefur fengið tækifæri í fyrstu þremur leikjum tímabilsins með Midtjylland og haldið marki sínu hreinu í þeim öllum.

Hann er einungis 21 árs gamall en Jonas Lössl, aðalmarkvörður liðsins, hefur verið að glíma við meiðsli og Elías Rafn hefur því fengið tækifæri í byrjunarliðinu í undanförnum leikjum.

„Þetta eru frábær úrslit fyrir okkur, sérstaklega þar sem við leikjum einum manni færri stærstan hluta leiksins,“ sagði Elías í samtali við Bold.dk eftir leikinn í gær.

„Þetta var klárlega mín stærsta upplifun á ferlinum og ég á erfitt með að finna réttu orðin satt best að segja.

Stuðningsmennirnir okkar voru magnaðir og ég gæti ekki verið sáttari,“ bætti leikmaðurinn við.

Midtjylland er með 21 stig í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar eftir níu umferðir, stigi meira en Köbenhavn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert