Versta byrjunin í 60 ár

Það gengur ekkert upp hjá stórliði Juventus þessa dagana.
Það gengur ekkert upp hjá stórliði Juventus þessa dagana. AFP

Juventus hefur ekki farið vel af stað í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu en liðið er með 2 stig í átjánda og þriðja neðsta sæti deildarinnar eftir fyrstu fjórar umferðarnar.

Juventus á ennþá eftir að vinna leik á tímabilinu og þá hefur liðið einungis skorað fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjunum.

Þetta er versta byrjun félagsins síðan tímabilið 1961-62 þar sem félagið var án sigurs í fyrstu fjórum leikjum sínum. 

Þá er þetta í fjórða sinn í 123 ára sögu félagsins sem félaginu mistekst að vinna leik í fyrstu fjórum umferðunum.

Juventus er lang sigursælasta félag ítölsku A-deildarinnar en liðið hefur 36 sinnum orðið Ítalíumeistari. Inter Mílanó kemur þar á eftir með 19 bikara og AC Milan hefur 18 sinnum orðið Ítalíumeistari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert