Hakimi tryggði ofurliðinu þrjú stig

Achraf Hakimi, Danilo Pereira og Mauro Icardi fagna sigrinum í …
Achraf Hakimi, Danilo Pereira og Mauro Icardi fagna sigrinum í kvöld. AFP

Achraf Hakimi, landsliðsmaður Marokkó, tryggði stórliðinu París Saint-Germain öll stigin gegn Metz í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld. 

Hakimi kom til Parísar í sumar frá ítölsku meisturunum í Inter Milan. Skoraði hann bæði mörkin í 2:1 sigri og sigurmarkið á fimmtu mínútu í uppbótartíma. 

Boubakar Kouyate jafnaði fyrir Metz á 39. mínútu eftir að Hakimi hafði skorað á 5. mínútu. Kylian Mbappé og Neymar léku báðir með París en Lionel Messi er meiddur. 

París hefur unnið fyrstu sjö leikina í deildinni á tímabilinu og hefur komið sér upp ágætu forskoti en Marseille er reyndar taplaust eftir sex leiki. 

mbl.is