Milan á toppnum eftir útisigur

Leikmenn AC Milan fagna í kvöld.
Leikmenn AC Milan fagna í kvöld. AFP

AC Milan er á toppi ítölsku A-deildarinnar í fótbolta með 16 stig eftir 2:1-útisigur á Spezia í kvöld.

Daniel Maldini, sonur goðsagnarinnar Paolo Maldini, skoraði fyrsta mark leiksins fyrir AC Milan á 47. mínútu en Daniele Verde jafnaði fyrir Spezia á 80. mínútu. Milan átti hinsvegar lokaorðið því Brahim Díaz skoraði sigurmarkið á 86. mínútu og þar við sat.

Ítalíumeistarar Inter Mílanó eru í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir grönnum sínum, eftir 2:2-jafntefli á heimavelli gegn Atalanta.

Lautaro Martínez kom Inter yfir á 5. mínútu en Ruslan Malinovskyi og Rafael Tolói svöruðu fyrir Atalanta á 30. og 38. mínutu. Edin Dzeko jafnaði fyrir Inter á 71. mínútu og þar við sat.

mbl.is