Skoraði sitt fyrsta mark í stórsigri

Ari Leifsson skoraði sitt fyrsta mark sem atvinnumaður í kvöld.
Ari Leifsson skoraði sitt fyrsta mark sem atvinnumaður í kvöld. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Strømsgodset vann í dag 5:0-stórsigur á heimavelli gegn Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Ari Leifsson lék allan leikinn með Strømsgodset og skoraði fjórða markið á 60. mínútu. Markið er það fyrsta sem Ari skorar fyrir Strømsgodset og það fyrsta sem hann skorar sem atvinnumaður.

Valdimar Þór Ingimundarson kom inn á sem varamaður á 62. mínútu hjá Strømsgodset og nældi sér í gult spjald á 89. mínútu.

Strømsgodset er í sjöunda sæti deildarinnar með 28 stig, tíu stigum frá toppliði Bodø/Glimt.

mbl.is