Barcelona tilbúið að reka stjórann

Ronald Koeman virðist ekki eiga framtíð hjá Barcelona.
Ronald Koeman virðist ekki eiga framtíð hjá Barcelona. AFP

Forráðamenn Barcelona eru tilbúnir að láta knattspyrnustjórann Ronald Koeman taka poka sinn og eru þegar farnir að ræða við mögulega arftaka Hollendingsins.

Koeman hefur verið talinn valtur í sessi undanfarið eftir agalega byrjun á tímabilinu í spænsku efstu deildinni. Barcelona er með níu stig í 8. sæti deildarinnar eftir fyrstu fimm umferðirnar. Miðillinn Goal segir nú frá því að Joan Laporte, forseti Barcelona, sé búinn að ræða óformlega við Roberto Martínez, landsliðsþjálfara Belgíu.

Segir í fréttinni að búið sé að taka ákvörðun um að láta Koeman fara en Barcelona spilar við Levante síðar í dag. Sé þetta rétt gæti mörgum fundist illa verið farið með Hollendinginn sem spilaði með Barcelona um árabil við góðan orðstír. Hann tók við stöðu knattspyrnustjóra hjá spænska liðinu í fyrir rúmu ári síðan.

mbl.is