Dagný fagnaði stórsigri á Leicester

Dagný Brynjarsdóttir fagnar einu markanna í dag með liðsfélögum sínum.
Dagný Brynjarsdóttir fagnar einu markanna í dag með liðsfélögum sínum. Ljósmynd/westhamwomen

Dagný Brynjarsdóttir og samherjar hennar í West Ham unnu í dag stórsigur á Leicester, 4:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Dagný lék allan leikinn á miðjunni hjá West Ham sem  gerði út um leikinn með því að komast í 3:0 í fyrri hálfleik. Tameka Yallop og Claudia Walker skoruðu tvö fyrstu mörkin en hin tvö  voru sjálfsmörk leikmanna Leicester.

Þetta er fyrsti sigur West Ham á tímabilinu en liðið hafði fengið eitt stig í fyrstu tveimur umferðum deildarinnar.

mbl.is