Fékk kærkomið tækifæri og skoraði

Alexandra Jóhannsdóttir
Alexandra Jóhannsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan Alexandra Jóhannsdóttir nýtti tækifærið með þýska liðinu Frankfurt er hún skoraði í 5:0-sigri liðsins á Nürnberg í annarri umferð bikarkeppninnar í dag.

Frankfurt hefur farið vel af stað í þýsku efstu deildinni og unnið fyrstu þrjá leiki sína. Alexandra hefur ekki verið í byrjunarliðinu í deildinni en þó komið við sögu af bekknum í leikjunum þremur. Hún fékk svo tækifærið í bikarnum í dag, nýtti það vel, spilaði allan leikinn og kom Frankfurt í 3:0-forystu eftir um klukkutíma leik.

mbl.is