Mourinho rauk út

José Mourinho var ósáttur í leikslok.
José Mourinho var ósáttur í leikslok. AFP

Portúgalski knattspyrnustjórinn José Mourinho var allt annað en sáttur eftir 2:3-tap lærisveina sinna í Roma gegn grönnunum í Lazio í ítölsku A-deildinni í kvöld.

Mourinho kenndi dómaranum um tapið í viðtali við DAZN eftir leik og rauk svo út af blaðamannafundi í kjölfarið.

„Því miður eyðilögðu VAR-teymið og dómarinn leikinn. Þetta var ekki í háum gæðaflokki hjá þeim. Dómarinn gerði mistök,“ sagði Mourinho við Dazn.

Eftir viðtalið mætti Mourinho á blaðamannafund en rauk út eftir rifrildi við Angelo Mangiente, fréttamann Sky Sports, án þess að svara spurningum fjölmiðla.  

mbl.is