Stórsigur Liverpool í Portúgal - Dramatík í Mílanó

Mo Salah skorar þriðja mark Liverpool.
Mo Salah skorar þriðja mark Liverpool. AFP

Liverpool er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en enska liðið vann öruggan 5:1-sigur á Porto á útivelli í kvöld.

Liverpool var töluvert sterkari aðilinn og fór með verðskuldað 2:0-forskot inn í hálfleikinn. Mo Salah skoraði fyrra markið á 18. mínútu er hann nýtti sér varnarmistök til að skora auðvelt mark.

Liverpool hélt áfram að sækja og annað markið kom loks á 45. mínútu er Sadio Mané skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá James Milner. Porto komst lítið áleiðis í sínum sóknaraðgerðum og reyndi lítið sem ekkert á Alisson í marki Liverpool í hálfleiknum.

Enska liðið var áfram sterkara í seinni hálfleik og þriðja markið og annað markið hjá Mo Salah kom á 60. mínútu er Egyptinn skoraði af öryggi eftir snögga sókn og sendingu frá Curtis Jones.

Porto minnkaði muninn á 74. mínútu þegar Mehdi Taremi skoraði af stuttu færi. Við það vöknuðu leikmenn Liverpool aftur og sérstaklega varamaðurinn Roberto Firmino því hann bætti við mörkum á 77. og 81. mínútu og gulltryggði 5:1-stórsigur.

Í sama riðli var mikil dramatík er Atlético Madrid heimsótti AC Milan. Rafael Leao kom Milan yfir á 20. mínútu en liðsfélagi hans Franck Kessié fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 29. mínútu. Þrátt fyrir það var staðan í hálfleik 1:0.

Atlético nýtti sér liðsmuninn undir lokin því Antoine Griezmann jafnaði á 84. mínútu og Lúis Suárez skoraði sigurmarkið úr víti á sjöundu mínútu uppbótartímans. Atlético Madrid er í öðru sæti riðilsins með fjögur stig en AC Milan er aðeins með eitt stig.

Lionel Messi og Idrissa Gueye fagna marki gegn Manchester City.
Lionel Messi og Idrissa Gueye fagna marki gegn Manchester City. AFP
Porto 1:5 Liverpool opna loka
90. mín. Sheriff var að skora á 90. mínútu á útivelli gegn Real Madrid! Staðan 2:1 fyrir Sheriff.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert