Barcelona yfirgefur Camp Nou

Camp Nou
Camp Nou AFP

Spænska knattspyrnuliðið Barcelona mun yfirgefa heimavöll sinn, Camp Nou og spila annars staðar í allt að ár vegna framkvæmda.

Joan Laporta, forseti félagsins, segir að þessar framkvæmdir séu löngu tímabærar og muni hefjast næsta sumar. Þær eigi að taka þrjú til fjögur ár en Barcelona mun bara þurfa að spila á öðrum velli í mesta lagi ár.

Líklegast er að Barcelona muni spila heimaleiki sína á Johan Cruyff leikvangnum en það er völlur kvennaliðs félagsins ásamt því að vera eitt af æfingasvæðum þess.

Annar möguleiki væri að spila á Montjuic vellinum en þar var opnunarhátíð Ólympíuleikanna árið 1992 haldin. Völlurinn var einnig heimavöllur Espanyol í rúman áratug.

mbl.is