Hver vinnur Gullknöttinn í ár?

Lionel Messi hefur unnið verðlaunin oftast allra, sex sinnum.
Lionel Messi hefur unnið verðlaunin oftast allra, sex sinnum. AFP

Í gær var tilkynnt hvaða knattspyrnufólk kemur til greina að vinna Gullknöttinn í ár. Gullknötturinn, eða Ballon d'Or eru verðlaun sem franska knattspyrnutímaritið France Football veitir árlega besta knattspyrnumanni heims og bestu knattspyrnukonu heims.

Lionel Messi og Cristiano Ronaldo sem hafa nánast einokað verðlaunin karlamegin síðan árið 2008 eru báðir tilnefndir, ásamt Luka Modric sem vann árið 2018. Fimm leikmenn úr Evrópumeistaraliði Ítala eru tilnefndir og 14 leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni.

Kvennamegin eru fimm frá Englandsmeisturum Chelsea tilnefndar og í heildina sjö frá enskum liðum. Evrópumeistarar Barcelona eiga einnig fimm leikmenn á listanum.

Megan Rapinoe
Megan Rapinoe AFP

Verðlaunin voru síðast veitt í lok árs 2019 en þá voru þau Lionel Messi og Megan Rapinoe valin. Árið 2020 var engin verðlaunaafhending vegna kórónuveirunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert