París SG og Real Madríd með tvo sigra

Pauline Dudek og Tiffany McCarty í leiknum í Smáranum á …
Pauline Dudek og Tiffany McCarty í leiknum í Smáranum á dögunum. mbl.is/Unnur Karen

París Saint-Germain og Real Madríd hafa strax slitið sig vel frá Breiðabliki og Zhytlobud í B-riðli Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu. 

París burstaði Zhytlobud 5:0 í Frakklandi í kvöld en París vann Breiðablik 2:0 í Smáranum í fyrstu umferðinni. París og Real Madríd eru því bæði með sex stig en Breiðablik og Zhytlobud án stiga. 

Frönsku meistararnir höfðu náð 3:0 forskoti fyrir hlé í kvöld. Jordyn Huitema skoraði öll mörkin í fyrri hálfleik og gerði því þrennu. Paulina Dudek skoraði fjórða markið og Lea Khelifi innsiglaði stórsigurinn á 88. mínútu. 

mbl.is