Bayern í góðum málum í Meistaradeildinni

Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingaliðið Bayern München fer vel af stað í D-riðlinum í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu. 

Bayern vann í dag 4:0 stórsigur gegn sænska liðinu Häcken og er Bayern með 4 stig. Er liðið í efsta sæti riðilsins en Häcken í neðsta sæti án stiga með markatöluna 0:7. 

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í vörn Bayern og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á sem varamaður á 82. mínútu. Diljá Ýr Zomers kom inn á sem varamaður hjá Häcken á 85. mínútu. 

Franska stórliðið Lyon er einnig í riðlinum og mætir í kvöld Benfica sem Cloé Lacasse leikur með. 

Í C-riðli keppninnar vann Barcelona 2:0 sigur á Köge á útivelli í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert