Enn verður bið á frumraun Ramos

Sergio Ramos ræðir málin við Leonardo, yfirmann knattspyrnumála, og Nasser …
Sergio Ramos ræðir málin við Leonardo, yfirmann knattspyrnumála, og Nasser Al-Khelaifi, stjórnarformann PSG. AFP

Sergio Ramos, miðvörður franska knattspyrnufélagsins París Saint-Germain, hefur enn ekki hafið æfingar með liðinu og því verður enn einhver bið á því að hann þreyti frumraun sína.

Ramos hefur verið meiddur síðan hann kom til PSG á frjálsri sölu frá Real Madríd í sumar og hafði franska dagblaðið greint frá því í vikunni að hann væri að nálgast það að verða leikfær og ætti því að geta spilað sinn fyrsta leik fyrir liðið gegn Angers í frönsku 1. deildinni annað kvöld.

Í gær dró dagblaðið þær fregnir hins vegar til baka og greindi einnig frá því að sökum þess að Ramos væri ekki enn byrjaður að taka þátt í liðsæfingum væri ólíklegt að hann gæti tekið þátt í leiknum gegn RB Leipzig næstkomandi þriðjudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert