Heimir tekur ekki við Stjörnunni

Heimir Hallgrímsson var síðast þjálfari katarska félagsins Al-Arabi.
Heimir Hallgrímsson var síðast þjálfari katarska félagsins Al-Arabi. Ljósmynd/Al-Arabi

Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, mun ekki taka við stjórnartaumunum hjá karlaliði Stjörnunnar.

Þetta fullyrðir Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur og fyrrverandi leikmaður sem sér nú um fótboltahlaðvarpið Dr. Football og er yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay-streymisveitunni, á twitteraðgangi sínum.

Viðræðum hafi miðað vel en nú er möguleikinn á að Heimir taki við Stjörnumönnum ekki lengur fyrir hendi.

Leit Stjörnunnar að nýjum þjálfara, eftir að Þorvaldur Örlygsson tók við nýju starfi innan knattspyrnudeildar félagsins, heldur því áfram.

mbl.is