Elísabet framlengir í Svíþjóð

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, verður um kyrtt hjá félaginu.
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, verður um kyrtt hjá félaginu. Ljósmynd/@_OBOSDamallsv

Elísabet Gunnarsdóttir, aðalþjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad, hefur framlengt samning sinn við félagið. Nýi samningurinn gildir til loka næsta árs, út næsta keppnistímabil.

„Ég er mjög ánægð með þessa ákvörðun að framlengja samninginn við félagið sem stendur hjarta mínu næst. Eftir að hafa hugsað þetta í nokkrar vikur finnst mér sem við, ég og Kristianstad, séum ekki tilbúin að segja skilið hvert við annað.

Ég er sannfærð um að við getur tekið fleiri skref fram á við saman og hlakka virkilega til þeirra áskorana sem eru fram undan,“ sagði Elísabet í samtali við heimasíðu Kristianstad í dag.

Elísabet hefur verið við stjórnvölinn hjá Kristianstad í að nálgast 13 ár, en hún við tók aðalþjálfarastöðunni í janúar árið 2009.

Þegar nýi samningurinn rennur út mun hún því hafa verið hjá félaginu um rétt tæplega 14 ára skeið. Kristianstad lék í ár í fyrsta skipti í Meistaradeild Evrópu og er í fjórða sæti  sænsku úrvalsdeildarinnar þegar þremur umferðum er ólokið.

mbl.is