Ótrúlega hissa þegar dómarinn flautaði til leiksloka

Guðrún Arnardóttir fagnar ásamt liðsfélögum sínum.
Guðrún Arnardóttir fagnar ásamt liðsfélögum sínum. Ljósmynd/@FCRosengard

„Þetta er ótrúlega gaman og maður er fyrst og fremst stoltur og glaður yfir þessum frábæra árangri,“ sagði knattspyrnukonan Guðrún Arnardóttir í samtali við Morgunblaðið.

Guðrún og liðsfélagar hennar í sænska stórliðinu Rosengård fögnuðu sigri í sænsku úrvalsdeildinni um helgina eftir 3:2-sigur gegn Piteå í Piteå í 20. umferð deildarinnar en á sama tíma gerði Häcken markalaust jafntefli gegn AIK í Solna.

Rosengård er með 51 stig þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu en Häcken kemur þar á eftir með 44 stig og getur því ekki náð Rosengård að stigum.

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég enn þá bara að átta mig á því að séum sænskir meistarar. Ég hélt satt best að segja að við myndum ekki klára þetta um helgina og markmiðið gegn Piteå var fyrst og fremst að ná í sigur.

Við ætluðum okkur svo að tryggja titilinn í næsta leik gegn Eskilstuna í 21. umferðinni en svo allt í einu hlupu allir inn á völlinn þegar dómarinn flautaði til leiksloka um helgina. Ég var ótrúlega hissa enda átti ég alls ekki von á því að titillinn væri í höfn á þessu augnabliki,“ sagði Guðrún.

Viðtalið við Guðrúnu í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »