UEFA sektar Manchester United og West Ham

Stuðningsmenn West Ham og Rapid Vín hegðuðu sér illa á …
Stuðningsmenn West Ham og Rapid Vín hegðuðu sér illa á leik liðanna. AFP

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ákveðið að sekta ensku félögin Manchester United og West Ham United vegna óspekta áhorfenda á Evrópuleikjum.

Man United hefur verið sektað um samtals 7.058 pund eftir að stuðningsmenn liðsins köstuðu hlutum inn á Old Trafford og réðust inn á völlinni þegar liðið vann 2:1 sigur gegn Villarreal í Meistaradeild Evrópu.

Sekt West Ham er umtalsvert hærri, 50.567 pund. Sektina fékk liðið vegna óláta stuðningsmanna bæði West Ham og Rapid Vín frá Austurríki í 2:0 sigri West Ham í Evrópudeildinni á London-velli félagsins.

Stuðningsmenn beggja liða köstuðu hlutum auk þess sem stuðningsmenn Rapid höfðu stokkið yfir tálma sem aðskildu stuðningsmenn liðanna þar sem þeir ögruðu stuðningsmönnum West Ham.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert