Kristófer kom inn á í framlengingu og skoraði tvö

Kristófer Ingi Kristinsson í leik með íslensku U21-árs landsliðinu fyrir …
Kristófer Ingi Kristinsson í leik með íslensku U21-árs landsliðinu fyrir nokkrum árum. Haraldur Jónasson/Hari

Kristófer Ingi Kristinsson var hetja SönderjyskE þegar liðið sló AGF út í 4. umferð dönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla í kvöld.

Kristófer Ingi byrjaði á varamannabekknum í Árósum í kvöld en kom inn á í upphafi framlengingar þegar staðan var markalaus.

Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði strax á 94. mínútu og svo aftur á 108. mínútu og tryggði þar með frækinn 2:0 útisigur, sem þýðir að SönderjyskE er komið áfram í 16-liða úrslit bikarkeppninnar.

Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn í liði AGF og Mikael Anderson kom inn á sem varamaður á 75. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert