Tekur tímabundið við Barcelona

Sergi Barjuán tekur tímabundið við Barcelona.
Sergi Barjuán tekur tímabundið við Barcelona. Ljósmynd/Barcelona

Sergi Barjuán hefur verið ráðinn tímabundinn knattspyrnustjóri Barcelona. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Barjuán hefur stýrt varaliði Barcelona á tímabilinu en hann mun stýra liðinu þangað til félagið ræður nýjan knattspyrnustjóra til frambúðar.

Ronald Koeman var rekinn frá félaginu í gærkvöldi eftir dapurt gengi á tímabilinu til þessa en hann stýrði liðinu í fjórtán mánuði.

Xavi Hernández hefur verið sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá félaginu og má fastlega búast við því að tilkynnt verði um ráðningu hans á allra næstu dögum.

mbl.is