Var lagður í einelti í Búlgaríu

Garðar Gunnlaugsson lagði skóna á hilluna árið 2019 eftir farsælan …
Garðar Gunnlaugsson lagði skóna á hilluna árið 2019 eftir farsælan feril. mbl.is/Eva Björk

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Garðar Gunnlaugsson opnaði sig upp á gátt í útvarpsþættinum Kynstrin öll sem er á dagskrá Rás 1 á dögunum.

Garðar, sem er 38 ára gamall, lagði skóna á hilluna árið 2019 en hann er uppalinn hjá ÍA á Akranesi en lék einnig með Val hér á landi.

Þá lék hann sem atvinnumaður með Dunfermline, Norrköping, CSKA Sofiu, LASK og Unterhaching en hjá CSKA Sofiu í Búlgaríu varð hann fyrir einelti í fyrsta sinn á ferlinum.

„Klefamenningin, sérstaklega í Austur-Evrópu í löndum eins og í Búlgaríu, er miklu verri en til dæmis hérna heima,“ sagði Garðar í Kynstrin öll en hann lék með búlgarska liðinu á árunum 2008 til 2010.

„Ég lenti til dæmis sjálfur í einelti þar og hef svo sem ekkert opnað mig um það út á við. Búlgarar, sérstaklega karlmenn eru rosalega gamaldags í hugsunarhætti, sérstaklega hvað varðar kvennmenn og rasisma.  Minnihlutahópar þar eiga erfitt og þá sérstaklega ef þú ert útlendingur. 

Í knattspyrnuheiminum vita leikmenn að maður er að koma þarna inn og þéna meira en þeir þannig að maður er strax tekinn fyrir. Ég talaði ekki tungumálið þeirra og þeir sitja bara í klefanum, benda á þig, hlæja og eru að segja eitthvað sín á milli,“ sagði Garðar meðal annars í þættinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert