Neitaði að hita upp

Isco hefur byrjað tvo leiki í spænsku 1. deildinni það …
Isco hefur byrjað tvo leiki í spænsku 1. deildinni það sem af er tímabili. AFP

Isco, sóknarmaður knattspyrnuliðs Real Madrid á Spáni, er að öllum líkindum á förum frá félaginu þegar janúarglugginn verður opnaður.

Miðjumaðurinn, sem er 29 ára gamall, hefur fengið fá tækifæri með liðinu það sem af er tímabili og hefur aðeins byrjað tvo leiki í spænsku 1. deildinni til þessa.

Spænski miðillinn El Nacional greinir frá því að Isco hafi neitað að hita upp í leik Real Madrid og Granada í deildinni um nýliðna helgi en leiknum lauk með 4:1-sigri Real Madrid í Granada.

Samningur Isco við Real Madrid rennur út næsta sumar en hann hefur nú þegar verið settur á sölulista hjá félaginu.

Takist Real Madrid ekki að selja hann í janúar mun hann yfirgefa félagið á frjálsri sölu en Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, er sagður vera búinn að fá nóg af leikmanninum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert