Skuggalega hættulegir

Pep Guardiola var ánægður með sína menn í kvöld.
Pep Guardiola var ánægður með sína menn í kvöld. AFP

„Þetta var frábær leikur,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City eftir 2:1-sigur liðsins gegn París SG í A-riðli Meistaradeildarinnar á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld.

City lýkur keppni í efsta sæti riðilsins með 12 stig og er komið áfram í sextán liða úrslitin, þrátt fyrir að ein umferð sé eftir af riðlakeppninni, en París SG er öruggt með annað sætið.

„Þeir eru skuggalega hættulegir á síðasta þriðjungi vallarins og manni líður aldrei vel þegar þeir komast í þannig stöður,“ sagði Guardiola.

„Við fengum fullt af færum til þess að skora í fyrri hálfleik en nýttum ekki tækifærin. Það var ákveðið rothögg að fá á sig þetta mark og það tók smá tíma að jafna sig á því.

Stuðningsmennirnir gerðu gæfumuninn í kvöld og þeir hjálpuð okkur að landa þessum sigri. Þetta var frábært kvöld í Manchester,“ sagði Guardiola í samtali við BT Sport.

mbl.is