Íslenskir táningar æfðu með stórliði

Daníel Ingi Jóhannesson og Ásgeir Galdur Guðmundsson
Daníel Ingi Jóhannesson og Ásgeir Galdur Guðmundsson Ljósmynd/@totalfl

Táningarnir Ásgeir Galdur Guðmundsson og Daníel Ingi Jóhannesson æfðu með danska knattspyrnufélaginu FC Kaupmannahöfn á dögunum.

Daníel Ingi er bróðir Ísaks Bergmanns Jóhannessonar, leikmanns FCK, en þeir eru synir Jóhannes Karls Guðjónssonar, þjálfara ÍA og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmanns.

Daníel er á mála hjá ÍA á meðan Ásgeir Galdur leikur með Breiðabliki. Hann lék einn leik með liðinu á síðasta tímabili, þrátt fyrir að vera fæddur árið 2006. Daníel er fæddur árið 2007.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert