Patrik fiskaði eigin liðsfélaga af velli (myndskeið)

Patrik Sigurður Gunnarsson fiskaði liðsfélaga sinn af velli.
Patrik Sigurður Gunnarsson fiskaði liðsfélaga sinn af velli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson var í eldlínunni er Viking vann 3:2-sigur á Kristiansund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ásamt því að verja mark liðsins var hann hluti af skrautlegu atviki undir lok leiks.

Patrik og varnarmaðurinn David Brekalo rifust þá heiftarlega á vellinum og Brekalo ýtti í bringuna á íslenska markverðinum. Patrik lét sig falla með tilþrifum sem varð til þess að Brekalo fékk beint rautt spjald.

Patrik er að láni hjá Viking frá enska úrvalsdeildarliðinu Brentford. 

Myndband af þessu skrautlega atviki má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is