Lewandowski sóknarmaður ársins

Robert Lewandowski í ræðustóli eftir að hafa fengið verðlaunin í …
Robert Lewandowski í ræðustóli eftir að hafa fengið verðlaunin í kvöld. AFP

Robert Lewandowski, sóknarmaður Bayern München og pólska landsliðsins í knattspyrnu, var rétt í þessu útnefndur sóknarmaður ársins 2021 á verðlaunahátíð France Football í París.

Þetta eru ný verðlaun á Ballon D'Or-hátíðinni en hápunktur hennar er síðar í kvöld þegar Gullboltinn verður afhentur, bæði í karla- og kvennaflokki, fyrir besta knattspyrnufólk ársins 2021.

Þá fékk hinn 19 ára gamli Pedri, miðjumaður spænska landsliðsins, Kopa-bikarinn sem besti ungi leikmaður ársins 2021. Jude Bellingham, Englendingurnn hjá Dortmund, varð annar og Þjóðverjinn Jamal Musiala hjá Bayern München varð þriðji.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert