Noregur bætti við einu marki í „þokuleiknum“

María Þórisdóttir var ónotaður varamaður hjá Noregi í leiknum gegn …
María Þórisdóttir var ónotaður varamaður hjá Noregi í leiknum gegn Armeníu. Ljósmynd/Manchester United

Noregur vann afar öruggan 10:0 sigur á Armeníu í F-riðli undankeppni HM 2023 í knattspyrnu kvenna. Leikurinn var flautaður af vegna mikillar þoku í Jerevan í gærkvöldi og þurfti að ljúka leiknum nú í morgun.

Staðan var nýorðin 9:0, Noregi í vil, þegar 21 mínúta lifði leiks í gærkvöldi. Leiknum var þá hætt þar sem skyggni á vell­in­um var nán­ast ekk­ert vegna þoku.

Í morgun var leikurinn kláraður og bætti Noregur þá við einu marki. Það skoraði Ingrid Engen úr vítaspyrnu á 81. mínútu.

Noregur er eftir sigurinn áfram á toppi F-riðils, þremur stigum á undan Belgíu í öðru sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert