Á skotskónum í Danmörku

Aron Sigurðarson skoraði sitt fyrsta mark í dönsku B-deildinni á …
Aron Sigurðarson skoraði sitt fyrsta mark í dönsku B-deildinni á tímabilinu í kvöld. Ljósmynd/Horsens

Aron Sigurðarson skoraði annað mark Horsens þegar liðið vann 2:0-útisigur gegn Frederica í dönsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Aron, sem var í byrjunarliði Horsens, tvöfaldaði forystu danska liðsins á 40. mínútu en honum var skipt af velli á 65. mínútu. Þetta var hans fyrsta mark í B-deildinni á tímabilinu.

Ágúst Eðvald Hlynsson kom inn á sem varamaður hjá Horsens á 87. mínútu en liðið er með 33 stig í fjórða sæti B-deildarinnar eftir átján umferðir.

mbl.is