Fullyrt að Mbappe hafi tekið ákvörðun

Kylian Mbappe gæti verið á förum frá franska stórliðinu.
Kylian Mbappe gæti verið á förum frá franska stórliðinu. AFP

Spænska blaðið AS fullyrðir í dag að franski heimsmeistarinn Kylian Mbappe hafi lofað forráðamönnum Real Madríd því að ganga í raðir félagsins næsta sumar.

Mbappe leikur með París Saint-Germain sem kunnugt er en samningur hans rennur út næsta sumar. Svo framarlega sem Mbappe geri ekki nýjan samning við Parísarliðið þá þarf Real ekkert að greiða fyrir kappann næsta sumar.

Blaðið segir ennfremur að Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Real Madríd sé í ljósi stöðunnar farinn að sjá fyrir sér að á næsta tímabili stilli hann upp Mbappe, Karim Benzema og Vinicius Junior í framlínunni.

mbl.is