Stórleikurinn spilaður fyrir luktum dyrum

Engir áhorfendur fá að bera leikmenn Bayern München augum þegar …
Engir áhorfendur fá að bera leikmenn Bayern München augum þegar liðið fær Barcelona í heimsókn í Meistaradeild Evrópu. AFP

Stórleikur Bayern München og Barcelona í  E-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla sem fer fram næstkomandi miðvikudag verður spilaður fyrir luktum dyrum vegna aukins fjölda kórónuveirusmita í Bæjaralandi.

Þetta hefur Markus Soder, héraðsstjóri í Bæjaralandi, staðfest.

Engir áhorfendur verða því leyfðir á leiknum, sem skiptir engu máli fyrir Bayern en er gífurlega mikilvægur fyrir Barcelona þar sem liðið þarf helst á sigri að halda til þess að eygja von um að komast upp úr riðlinum og í 16-liða úrslitin.

Vinni Barcelona ekki fer Benfica áfram með sigri á Dynamo Kiev á sama tíma.

Bæjarar unnu fyrri leikinn á Nývangi í Barcelona í september örugglega, 3:0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert