Glíma knattspyrnumenn við einhvers konar ójafnvægi?

Wilfried Zaha og Aymeric Laporte falla til jarðar í leik …
Wilfried Zaha og Aymeric Laporte falla til jarðar í leik Crystal Palace og Manchester City. Rétt er að taka fram að engin ástæða er til að gruna þá um leikaraskap í þessu tilfelli. AFP

Hafa knattspyrnumenn minna jafnvægi en aðrir íþróttamenn? Eru knattspyrnumenn meira eða minna að glíma við einhvers konar ójafnvægi vegna innra eyra eða eitthvað þess háttar?

Ég held að það hljóti að vera útilokað en þegar tveir fullorðnir menn í blóma lífsins eru uppistandandi, og annar stjakar við hinum, þá er óeðlilegt að viðkomandi falli til jarðar. Meira þarf til eins og við sjáum í öðrum íþróttum.

Ef hrinding væri nóg til að missa jafnvægi væru körfuboltamenn og handboltamenn í gólfinu heilu leikina. Þetta virðist eingöngu gerast í knattspyrnunni, að menn endi í jörðinni við minnstu snertingu.

Sama má segja um mann sem er á hlaupum og maður fyrir aftan snertir handlegg þess sem er fyrir framan. Það er með öllu óeðlilegt viðbragð að maður skelli í grasinu þegar sá sem er fyrir aftan kemur við annan handlegginn. Ef fingralangur maður tæki á sprett út úr Melabúðinni með lambalæri, þá myndi hann ekki fara í gangstéttina þótt starfsmaður verslunarinnar rétt næði að slæma hendi í annan handlegginn.

Hvað segir þetta okkur?

Bakvörður Kristjáns er í heild sinni í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »