Wijnaldum kom meisturunum til bjargar

Georginio Wijnaldum kom PSG til bjargar.
Georginio Wijnaldum kom PSG til bjargar. AFP

París SG tapaði stigum í öðrum leiknum í röð er liðið gerði 1:1-jafntefli á útivelli gegn Lens í frönsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Seko Fofana Lens yfir á 62. mínútu. Stefndi allt í óvæntan heimasigur þegar Georginio Wijnaldum, fyrrverandi leikmaður Liverpool, jafnaði í uppbótartíma og þar við sat.

Þrátt fyrir tvö jafntefli í röð er PSG með 13 stiga forskot á Marseille á toppi deildarinnar.

mbl.is