Mourinho: Þess vegna þéna ég mun meira en þú

José Mourinho var í vondu skapi í gær.
José Mourinho var í vondu skapi í gær. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, var ekki í góðu skapi eftir 0:3-tap á heimavelli gegn Inter í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gærkvöldi.

Hakan Calhanoglu, Edin Dzeko og Denzel Dumfries gerðu mörk Inter í sannfærandi sigri og sáu lærisveinar Mourinho ekki til sólar. Hann var svo reiður við blaðamann á blaðamannafundi eftir leik.

Hann neitaði að svara spurningu blaðamannsins og skaut þess í stað á hann. „Mín vinna er töluvert erfiðari en þín, þess vegna þéna ég mun meira en þú,“ sagði Portúgalinn nokkuð upp úr þurru.  

mbl.is