Rekinn eftir tæpa fimm mánuði

Jesse Marsch hefur verið vikið frá störfum.
Jesse Marsch hefur verið vikið frá störfum. AFP

Þýska knattspyrnufélagið RB Leipzig hefur rekið bandaríska knattspyrnustjórann Jesse Marsch frá störfum, tæpum fimm mánuðum eftir að hann tók við af Julian Nagelsmann.

Marsch tók við Leipzig eftir að hafa gert góða hluti með systrafélagið RB Salzburg. Liðið hefur hinsvegar farið illa af stað á leiktíðinni.

Leipzig, sem endaði í öðru sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, situr í 11. sæti með 18 stig eftir 14 leiki. Leipzig-liðið hefur tapað þremur deildarleikjum í röð.

mbl.is