Veðrið fer í taugarnar á Messi

Lionel Messi hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit …
Lionel Messi hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit í París. AFP

Lionel Messi, sóknarmaður knattspyrnuliðs París SG í Frakklandi, hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit í frönsku höfuðborginni eftir að hann gekk til liðs við félagið frá Barcelona í sumar.

Messi, sem er 34 ára gamall, hlaut Gullknöttinn eða Ballon d'Or-verðlaunin eftirsóttu á dögunum en þetta var í sjöunda sinn sem hann hreppir verðlaunin.

Sóknarmaðurinn hefur aðeins skorað eitt mark í frönsku 1. deildinni á tímabilinu í níu leikjum en hann hefur verið talsvert gagnrýndur fyrir frammistöðu sína það sem af er leiktíðinni.

„Við tölum saman á hverjum degi en við reynum að ræða sem minnst um fótbolta til þess að halda væntingunum í lágmarki,“ sagði Luis Suárez, fyrrverandi samherji hans hjá Barcelona, í samtali við TNT Sports en hann og Messi eru miklir vinir utan vallar.

„Veðrið í Frakklandi hefur haft áhrif á frammistöðu hans og það fer í taugarnar á honum. Hann er óvanur því að spila í miklum kulda og snjókomu og hann þarf að venjast því. Þetta tekur allt sinn tíma,“ bætti Suárez við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert