Jafnt hjá mikið breyttu United-liði

Mason Greenwood skoraði mark Manchester United.
Mason Greenwood skoraði mark Manchester United. AFP

Mikið breytt lið Manchester United og Young Boys frá Sviss gerðu í kvöld 1:1-jafntefli á Old Trafford í lokaumferðinni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

United hafði þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins og stillti Ralph Rangnick upp hálfgerðu varaliði. Úrslitin þýða að Young Boys hafnar í neðsta sæti og er úr leik í Evrópukeppnum á leiktíðinni.

Mason Greenwood kom United yfir stax á 9. mínútu með huggulegu marki, en hann kláraði með glæsilegri bakfallsspyrnu eftir fyrirgjöf frá Luke Shaw.

Í kjölfarið skiptust liðin á að skapa sér fín færi. Gestirnir nýttu eitt slíkt á 42. mínútu þegar Fabian Rieder kláraði glæsilega upp í samskeytin utan teigs eftir að Donny van de Beek missti boltann á hættulegum stað.

Anthony Elanga komst næst því að skora í seinni hálfleik er hann slapp einn í gegn snemma í hálfleiknum en Guillaume Faivre í marki Young Boys varði vel frá honum. Eftir það gekk báðum liðum illa að skapa sér opin marktækifæri og jafntefli því niðurstaðan.

Leik Atalanta og Villarreal í sama riðli var frestað vegna mikillar snjókomu í Bergamo. Sigurliðið fer með United í 16-liða úrslitin en tapliðið fer í Evrópudeildina. Villarreal nægir jafntefli. 

Man. Utd 1:1 Young Boys opna loka
90. mín. Young Boys fær hornspyrnu Heimamenn koma boltanum í burtu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert