Móðurhlutverkið trompaði fótboltann

Sandra María ásamt dóttur sinni Ellu Ylví Küster.
Sandra María ásamt dóttur sinni Ellu Ylví Küster. Ljósmynd/Jacqueline Huelsenbeck

Knattspyrnukonan Sandra María Jessen eignaðist sitt fyrsta barn, Ellu Ylví Küster, hinn 8. september 2021 ásamt sambýlismanni sínum Tom Luca Küster.

Sandra, sem er 26 ára gömul, er uppalin á Akureyri hjá Þór/KA en hún hefur leikið með Bayer Leverkusen í Þýskalandi frá árinu 2019.

Hún lék síðast með Leverkusen í desember 2020 í 2:1-sigri gegn Sand en í febrúar 2021 tilkynnti hún að hún ætti von á barni og myndi því ekki leika meira með liðinu það sem eftir lifði leiktíðar.

„Ég eignaðist dóttur mína í byrjun september og fyrstu þrír mánuðirnir eftir fæðinguna fóru eingöngu í það að njóta lífsins, hugsa um dóttur mína, mig og fjölskylduna,“ sagði Sandra María í samtali við Morgunblaðið.

„Ég setti fótboltann og íþróttirnar algjörlega til hliðar þar sem ég vildi einbeita mér að fjölskyldulífinu. Ég er svo hægt og rólega að koma mér af stað á nýjan leik, án bolta þó, en ég er byrjuð að bæði hlaupa og gera styrktaræfingar sem hefur gengið mjög vel.

Ég get alveg viðurkennt það að það er frekar sérstakt fyrir manneskju sem er vön því að vera alltaf í góðu formi að vera allt í einu komin á byrjunarreit. Á sama tíma er þetta frábær áskorun og ég er strax farin að sjá framfarir frá því að ég byrjaði að hreyfa mig aftur eftir fæðinguna. Það mun hins vegar taka einhvern tíma að ná upp gamla forminu,“ sagði Sandra María.

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »