Mögnuð endurkoma Dortmund

Leikmenn Dortmund fagna sigurmarkinu.
Leikmenn Dortmund fagna sigurmarkinu. AFP

Dortmund minnkaði forskot Bayern München á toppi þýsku 1. deildarinnar í fótbolta niður í sex stig með mögnuðum 3:2-útisigri á Frankfurt í kvöld.

Rafael Santos skoraði á 15. mínútu og aftur á 24. mínútu og sá til þess að Frankfurt fór með 2:0-forskot inn í hálfleikinn.

Dortmund neitaði hinsvegar að gefast upp því Thorgan Hazard minnkaði muninn á 71. mínútu, Jude Bellingham jafnaði á 87. mínútu og Magmoud Dahoud skoraði sigurmarkið á 89. mínútu.

Bayern er á toppnum með 43 stig og Dortmund í öðru sæti með 37 stig.

mbl.is