Daníel til Póllands?

Daníel Leó Grétarsson í leik með íslenska landsliðinu síðastliðið haust.
Daníel Leó Grétarsson í leik með íslenska landsliðinu síðastliðið haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Blackpool og íslenska landsliðsins, á nú í viðræðum við pólska úrvalsdeildarfélagið Slask Wroclaw um að ganga til liðs við það í þessum mánuði.

Pólska staðarblaðið Wroclawskie Fakty greindi frá áhuga Slask Wroclaw í síðustu viku og greinir Fótbolti.net frá því í dag að Daníel Leó eigi í viðræðum við félagið.

Hann hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum með Blackpool á tímabilinu og hugsar sér því til hreyfings.

Búist er við því að niðurstaða fáist í mál Daníels Leós á næstu dögum.

mbl.is