Fékk tækifærið í tapleik

Ögmundur Kristinsson fékk tækifærið í byrjunarliði Olympiacos í dag.
Ögmundur Kristinsson fékk tækifærið í byrjunarliði Olympiacos í dag. Ljósmynd/Larissa

Ögmundur Kristinsson stóð á milli stanganna hjá gríska stórveldinu Olympiacos þegar liðið tapaði fyrri leik sínum gegn Panetolikos í fjórðungsúrslitum grísku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla í dag.

Ögmundur hefur ekkert spilað í grísku 1. deildinni á tímabilinu en hefur hins vegar fengið tækifærið í bikarkeppninni, þar sem hann hefur leikið þrjá leiki til þessa.

Leiknum lauk með 2:1 sigri Panetolikos og Olympiacos því enn vel inni í einvíginu fyrir síðari leikinn á heimavelli Olympiacos sem fer fram næstkomandi þriðjudag.

Ögmundur lék allan leikinn í marki Olympiacos í dag.

mbl.is