Endurkomusigur Real Madríd í bikarnum

Leikmenn Real Madríd fagna sigurmarki Edens Hazards í kvöld.
Leikmenn Real Madríd fagna sigurmarki Edens Hazards í kvöld. AFP

Eden Hazard skoraði sigurmark Real Madríd þegar liðið vann 2:1-sigur gegn Elche í 16-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í Elche í kvöld.

Staðan að loknum venjulegum leiktíma var markalaus og því var gripið til framlengingar þar sem Gonzalo Verdu kom Elche yfir eftir að Marcelo hafði fengið að líta rauða spjaldið.

Tíu leikmönnum Real Madríd tókst hins vegar að jafna metin með marki frá Isco og Hazard skoraði svo sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok.

Real Madríd er því komið áfram í 8-liða úrslit keppninnar en Elche er úr leik.

mbl.is